Dollari
Dollari
© Getty Images (Getty)
S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 7,19% í liðinni viku og hefur ekki lækkað jafn mikið á einni viku síðan í nóvember árið 2008 og nemur nú lækkun vísitölunnar 4,63% frá áramótunum.

Mikið verðfall varð á erlendum hlutabréfum í liðinni viku. Dax í Þýskalandi lækkaði um 12,89% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 8,58% af því er fram kemur í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna eftir lokun markaða á föstudag í AA+ með neikvæðum horfum. Önnur stór matsfyrirtæki eins og Fitch og Moody´s höfðu áður ákveðið að lækka ekki hæstu einkunn Bandaríkjanna.