Evrópskar kauphallir hafa nú lokað. Mesta lækkunin í dag varð í Grikklandi, en ASE vísitalan lækkaði um 6%. Næst mest varð lækkunin í Noregi, þar sem OSEBX vísitalan lækkaði um 5,65%. Í Þýskalandi lækkaði DAX um 5,02% og í París lækkaði CAC40 um 4,68%.

Hlutabréf á Ítalíu og Spáni urðu minni lækkanir en annars staðar í álfunni. Á Ítalíu lækkaði FTSE MIB um 2,35% og IBEX35 lækkaði um 2,44%.

Lækkanir á helstu vísitölunum þremur á Wall Street eru þessa stundina á bilinu 2,8-3,8%.