Hagnaður tryggingafélagsins Varðar eftir skatta var 506 milljónir króna á síðasta ári, en var 431 milljón árið áður.  Eigið féfélagsins var 3,02 milljarðar á síðasta ári en var 2,5 milljarðar árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 19%.

„Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og er afkoman sú besta í sögu félagsins sem er sérlega ánægjulegt. Samsetta hlutfallið heldur áfram að lækka, eiginfjárhlutfallið að styrkjast og gjaldþolið að hækka. Allt þetta skilar sér í sterkara félagi og góðri arðsemi eigin fjár en hún var hæst hjá Verði á síðasta ári í samanburði við önnur vátryggingafélög á Íslandi. Þá hefur viðskipavinum fjölgað jafnt og þétt ár frá ári sem hefur skilað sér í aukinni hlutdeild á tryggingamarkaði. Ég þakka starfsfólki félagsins þá miklu umbreytingu sem orðið hefur á félaginu á fáeinum árum. Við erum stolt af þessum góða árangri,“ segir Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar í tilkynningu.

Í tilkynningu frá Verði segir að hagnaðurinn á síðasta ári sé mesti hagnaður í sögu félagsins en rekstur Varðar hefur skilað vaxandi hagnaði síðustu fimm ár.