Hagnaður tryggingafélagsins Varðar jókst um 50% á milli rekstraráranna 2017 og 2016 en félagið hagnaðir um 957 milljónir króna árið 2017 samanborið við 637 milljónir króna árið 2016. Um er að ræða mesta hagnað í sögu félagsins að því er segir í tilkynningu. Arðsemi eigin fjár nam 16,6% 2017 samanborið við 18,0% árið 2016.

Iðgjöld ársins hækkuðu um 18% en tjón hækkuðu um 24%. Iðgjöld ársins 2017 námu því 9.726 milljónum króna en tjónskostnaður var 7.171 milljón. Þá lækkaði hreinn rekstrarkostnaður félagsins um 6% á milli ára.

Fjárfestingatekjur Varðar námu 1.181 milljón króna og jukust um 28% milli ára.

Þá var jókst eigið fé félagsins um 16% og nam 6.207 milljónum króna en heildareignir félagsins voru 19.997 milljónir. Eiginfjárhlutfallið nam því rúmlega 31,0% og lækkar lítillega milli ára.

Þá hækkaði vátryggingaskuld félagsins um 19% og stóð í 11.891 við lok árs 2017. Samsett hlutfall Varðar nám 98,3% árið 2017 samanborið við 100,5% árið 2016.