Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6% á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum frá hagstofunni þar í landi. Er það mesti vöxtur sem mælst hefur í efnahagslífi landsins frá árinu 2007. BBC News greinir frá þessu.

Á síðasta ársfjórðungi nam vöxturinn 0,5%, sem er nokkru minna en á fjórðungnum þar á undan þegar hann nam 0,7%. Segja sérfræðingar ómögulegt að segja til um hvort áfram muni hægja á vextinum á þessu ári.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hins vegar bjartsýnn og spáir því að hagvöxtur í Bretlandi muni nema 2,7% á þessu ári.