Hagvöxtur í Indlandi mældist 5,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem lauk í júní. Um er að ræða mesta vöxt í landinu í tvö og hálft ár, samkvæmt opinberum tölum sem fjallað er um á vef BBC.

Hagvöxtinn má að miklu leyti rekja til aukins framboðs eftir rafmagni, gasi og vatni, sem og miklum vexti í fjármálaþjónustu. Vöxturinn var þó talsvert meiri en sérfræðingar höfðu spáð.

Ný ríkisstjórn Indlands hefur hleypt af stokkunum stefnu, sem felur m.a. í sér breytingar á skattakerfinu, og er ætlað að hvetja til aukinna viðskiptafjárfestinga.

Indverska hagkerfið er það tíunda stærsta í heimi.