Hagvöxtur í Þýskalandi mældist 2,5% árið 2006 í kjölfar aukinna fjárfestinga og kröftugs útflutnings, segir í frétt Dow Jones.

Hagvöxtur hefur ekki mælst meiri síðan árið 2000, en þá mældist hann 3,2%. Árið 2005 mældist hagvöxtur 0,9%.

Útflutningur jókst um 12,4% á árinu og innflutningur um 12,1%, útflutningur telur því 0,7 prósentustig í útreikningi hagvaxtar.