4,7% hagvöxtur hér á þriðja ársfjórðungi er talsvert meiri en í helstu viðskiptalöndunum í kringum okkur. Á sama tíma var í Danmörku 0,8% samdráttur, 1,4% hagvöxtur í Noregi og 1,6% vöxtur í Svíþjóð. Aðeins 0,2% hagvöxtur er á evrusvæðinu.

Þá var hagvöxtur í stóru hagkerfunum beggja vegna Atlantsála, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi, rétt yfir núllinu, eða 0,5%

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar um landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi.

Í ritinu kemur fram að hagvöxturinn sé í samræmi við vöxt þjóðarútgjalda á fjórðungnum.