Mesti samdráttur á ársgrundvelli í smásölu á evrusvæðinu síðan samræmdar mælingar hófust varð í nóvember sl.. Samkvæmt mælingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, dróst smásala saman um 1,5% á ársgrundvelli í nóvember.

Samdrátturinn nam 0,7% í mánuðinum þar á undan en hins vegar varð ársaukningin 0,2% á ársgrundvelli í þeim mánuði. Þetta er meiri samdráttur en margir höfðu vænst: Í könnun sem Dow Jones Newswires-fréttaveitan gerði á meðal hagfræðinga á dögunum komu fram væntingar um 0,5% aukningu í smásölu í nóvember og 0,1% aukningu á ársgrundvelli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Hægt er að nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is Þeir sem ekki hafa slíkan aðgangt geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir aðgang.