Samdráttur í Bretlandi á milli fyrsta og annars fjórðungs nam 0,8%. Samdráttur yfir árið nam 5,6%, sem er mesti samdráttur frá því ársfjórðungsmælingar hófust árið 1955. Hagfræðingar sem leitað hafði verið til höfðu búist við 0,3% samdrætti á milli fjórðunga.

Breska hagkerfið hefur nú dregist saman í fimm fjórðunga í röð, um samtals 5,7%. Þetta er mesta samdráttarskeið frá því snemma á níunda áratugnum, þegar samdrátturinn varð heldur meiri.

Mesti samdrátturinn er í þjónustu- og fjármálageirum. Þetta kemur fram í WSJ.