Verðþróun á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu gæti orðið með svipuðum hætti og í Stokkhólmi og Helsinki eftir kreppurnar þar, að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Gangi það eftir gæti verðið hækkað um 21 til 24% til ársloka 2014. Þetta kom fram í Þjóðhag, hagspá Landsbankans sem kynnt var í nóvember. Í henni var rifjað upp að raunverð íbúðaverðs hefði náð hámarki í október árið 2007 og lækkað um þriðjung síðan þá.

Greinilegt var að lesendur Viðskiptablaðsins hafa mikinn áhuga á fasteignamarkaðinumog verðþróun á honum því þetta var ein mest lesna frétt ársins á vb.is.