Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 8,5% ár árinu 2014. Þar af hækkaði verð á íbúðum í fjölbýli um 9,8% og sérbýli um 4,6%. „Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir í Hagsjá Landsbankans .

Í þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans í nóvember var spáð 8,5% hækkun fasteignaverðs á síðasta ári þannig að sú spá gekk eftir.

Nú spáir deildin því að verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um 9,5% á þessu ári en að á því næsta muni aðeins draga úr hækkunum.