Innlendir aðilar hafa stóraukið kaup sín á erlendum verðbréfum upp á síðkastið og aldrei hefur verið keypt jafn mikið af erlendum verðbréfum síðan kerfisbundið var byrjað að safna upplýsingum um erlend verðbréfakaup, segir greiningardeild Landsbankans.

Kaup á erlendum hlutabréfum hafa aukist gífurlega á síðustu misserum, en á öllu síðasta ári námu þau 71,2 millörðum sem var fimmfalt hærri upphæð en á árinu 2004.

Í janúar nam nettókaup íslenskra fjárfesta í erlendum verðbréfum 33,5 milljörðum króna en í janúar á síðasta ári námu erlend verðbréfakaup 2,5 milljörðum króna.

Greiningardeild Landsbankans telur að kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum áfram vera mikil á meðan gengi krónunnar helst hátt.