Nú stendur yfir mesta verslunarhelgi landsins en  margir landsmenn eru í dag að klára gjafa- og matarkaup sín fyrir jólin.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) spáir því að enn eitt metið verði slegið í jólaverslun á árinu. Að hennar mati mun smásöluvelta nema 56 milljörðum króna í ár samanborið við 51 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Þetta kom m.a. fram í hálffimm fréttum Kaupþings.

Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum RSV eyða flestir landsmenn á bilinu 26-50 þúsund í jólagjafir. Á heildina litið má ætla að kaupmenn séu sáttir við sitt og allt stefnir í að metvelta verði slegin í smásölu um þessi jól og veltumetin falli í dag, Þorláksmessu.