Framleiðsla kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur numið 1,5 milljörðum það sem af er ári. Framleiðsla kvikmynda hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi frá árinu 2005 en samtals hafa endurgreiðslur numið 302 milljónum króna miðað við tölur fram í miðjan september samkvæmt tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Ef miðað er við endurgreiðslur fyrir árið 2010 nam framleiðslan þá 950 milljónum króna þannig að gríðarleg aukning er milli ára. Erlend framleiðsla hér á landi er svipuð og í fyrra og má því rekja aukninguna til innlendrar framleiðslu.