Sala á tölvuleikjum í Bretlandi hefur aldrei verið meiri en í ár. Það sem af er árinu hafa Bretar keypt tölvuleiki fyrir rúman 1,5 milljarð sterlingspund sem er 25% aukning frá síðasta ári. Í síðustu viku seldust til dæmis leikir fyrir tæp 88 milljón pund sem er sölumet í einni viku. Reikna er með að talan eigi enn eftir að hækka þar sem hálfur mánuður er til áramóta og nokkrir góðir söludagar eftir.

Gróflegar er gert ráð fyrir að 78 milljón eintök af leikjum hafi selst í Bretlandi það sem af er árinu.