Tvö met voru skráð í sögubækur flugfélagsins og ferðaskrifstofunnar Primera Air í júní. Farþegarnir voru 134 þúsund talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá flugu vélar á vegum félagsins 912 flug. Það var 11% aukning á milli ára og hafa þau aldrei verið fleiri. Fram kemur í tilkynningu frá Primera Air að ljóst sé að þessi mánuður verði enn stærri. Tölur liggja þó enn ekki fyrir.

Primerra Air rekur í dag átta Boeing 737 vélar, sem fljúga frá Skandinavíu og Íslandi til 68 áfangastaða. Flestir farþega koma frá  Danmörku og Svíþjóð. Þá er félagið með eina vél í flugi frá Íslandi, og mun nú staðsetja flugvél aftur á Íslandi í allan vetur, í fyrsta sinn eftir hrun þar sem flug héðan hefur aukist verulega síðustu tvö árin.

Primera Air er í eigu Andra Más Ingólfssonar og er hluti af Primera Travel Group.