Heildarvelta með skuldabréf nam 292 milljörðum króna í Kauphöllinni í nýliðnum mánuði. Það jafngildir 13,3 milljarða króna veltu á dag. Þetta er tæp 28% aukning á milli mánaða.

Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar.

Í yfirlitinu kemur fram að viðskipti með ríkisbréf námu 223 milljörðum króna en viðskipti með íbúðabréf 67 milljörðum króna.

MP banki er umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með rúman fjórðung. Íslandsbanki er með rúman fimmtung og Landsbankinn með 15,1% hlutdeild.