Hagfræðistofnun er að meta afkomu útgerðarfyrirtækjanna á síðata ári og horfur fyrir áirð í ár.

Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn sé að afla viðbótarupplýsinga til þess að þingið geti betur metið áhrif frumvarps um veiðigjöld sem nú er til meðferðar í atvinnuveganefnd.

Nýjustu opinberar tölur um afkomu útgerðarinnar eru fyrir árið 2012 sem talið er að hafi verið besta rekstrarár útgerðarfélaganna. Ákvarðanir um veiðigjöld eru því að hluta til grundvallaðar á gömlum upplýsingum.