*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 13. desember 2019 18:32

Meta Festi á 45 milljarða

Capacent hefur hækkað verðmat sitt á Festi en hækkunin skýrist að mestu af góðu gengi smásölu.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Aðsend mynd

Capacent metur gengi bréfa Festi á 137 krónur á hlut í nýlegu verðmati á félaginu og hækkar matsgengið um 14% frá síðasta mati. Metur Capacent félagið á 45 milljarða sem er 4,6% hærra en það var við lokun markaða á miðvikudag.

Skýrist hærra verðmat á félaginu af góðu gengi smásöluhluta félagsins þó framlegð af eldsneytissölu hafi lækkað. Þá telur Capacent að rykið sé farið að setjast á sameiningu N1 og Festi og að töluverður ávinningur gæti náðst úr sameiningunni.

Stikkorð: Festi