*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Innlent 2. apríl 2020 09:12

Meta Festi á 45,6 milljarða

Capacent metur gengi bréfa Festi á 139 í verðmati sem birt var fyrir helgi og hækkar matsgengið lítillega frá síðasta mati.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.

Capacent metur gengi bréfa Festi á 139 í verðmati sem birt var fyrir helgi og hækkar matsgengið lítillega frá síðasta mati. Metur Capacent félagið á 45,6 sem er um 17% hærra en það var við lokun markaða á miðvikudag.

Í matinu er gert ráð áhrif COVID-19 muni gæta í rekstri félagsins næstu tvö árin. Gert er ráð fyrir að framlegð af eldsneytissölu dragist saman um 22% milli ára en á sama tíma er gert ráð fyrir 5% framlegðaraukningu að nafnvirði hjá smásöluhlutanum Hlekk.

Stikkorð: Festi verðmat