Meta, móðurfélag Facebook, hefur safnað rúmlega 10 milljörðum dala með því að gefa í fyrsta skipti út skuldabréf. Félagið hyggst nýta fjármunina til endurkaupa á eigin hlutabréfum, auk fjárfestinga sem ætlað er að endurbæta reksturinn enn frekar.

Reuters greinir frá. Meta hafði fram til þessa verið eina skuldlausa félag í hópi tæknirisa. Félagið ætlar m.a. nýtt milljarðana tíu til að standa straum af kostnaðarsamri uppbyggingu metaverse sýndarveruleika-verkefnisins.

Aðrir tæknirisar á borð við Apple og Intel hafa sömuleiðis ráðist í skuldabréfaútgáfu nýverið. Félögin söfnuðu 5,5 og 6 milljörðum dala í umræddum útgáfum.