*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 14. september 2019 13:09

Meta Sýn á 9,1 milljarð

IFS metur gengi bréfa Sýnar töluvert yfir markaðsvirði félagsins.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi bréfa Sýnar á 30,7 krónur á hlut í nýlegu verðmati á félaginu. Er félagið því metið á um tæplega 9,1 milljarð króna sem er um 14% yfir markaðsvirði þess við lokun markaða á miðvikudag þegar gengi bréfa þess stóð í 27 krónum á hlut. Skömmu fyrir uppgjör annars ársfjórðungs lækkaði Sýn EBITDA spá sína fyrir árið í ár úr 6-6,5 milljörðum í 5,6 milljarða en spá IFS gerir ráð fyrir að EBITDA verði um 5.650 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að EBITDA hlutfall lækki á næstu árum en finni jafnvægi í um 24%. Veginn fjármagnskostnaður (WACC) lækkar töluvert milli þessa tvenns konar verðmats eða úr 9,8% í 7,9% aðallega vegna töluverðrar lækkunar á óverðtryggðri ávöxtunarkröfu milli mata. Lægri ávöxtunarkrafa kemur því til hækkunar á verðmati en 0,9 prósentustig hærri fjármagnskostnaður lækkar sem dæmi verðmatið niður í 22,5 krónur.

Stikkorð: Sýn