Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 33,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi. Þessi afgangur var borinn af þjónustuviðskiptum rétt eins og síðustu ár. Afgangur af þjónustuviðskiptum nam 29,7 milljörðum króna en hann dróst saman um 6,8 milljarða frá sama tímabili í fyrra, eða um 18,7%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans.

Mikill viðsnúningur var á vöruskiptajöfnuði en hann hefur verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi undanfarin þrjú ár. Nú reyndist vöruskiptajöfnuður hins vegar jákvæður um 3,5 milljarða og sem er um 30,7 milljörðum hægstæðari niðurstaða en sama tíma í fyrra.