Afkoma bresku stórverslunarinnar House of Fraser vikuna fyrir jól var sú besta í sögu félagins, samvæmt upplýsingum frá nýjum eigendum. Baugur, ásamt fleiri fjárfestum, keypti House of Fraser í fyrra og nam heildarvirði viðskiptanna 75 milljörðum króna.

Velta félagsins í desember síðastliðnum jókst um 7,3%, samanborið við desember árið 2005 og miðað við sama fjölda verslana, segir í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Highland Group sem stofnað var vegna kaupanna. í tilkynningunni segir að afkoma félagsins sé í takt við væntingar.