Hagnaður Straums-Burðaráss eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi var 19,1 milljarður króna, miðað við 4,6 milljarða hagnað á sama tíma árið 2005. Svarar það til 317% hækkunar.

Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um 337% og námu 24,2 milljörðum króna, en voru 5,5 milljarðar á sama tíma í fyrra.

Arðsemi eigin fjár var 17,2% á fyrsta fjórðungi, sem jafngildir 89% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli.

Heildareignir bankans námu 330,6 milljörðum króna, en voru 109 milljarðar króna í lok fyrsta fjórðungs 2005.

Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var 38,3%, þar af A-hluti 36,4%.