Samkvæmt uppgjöri Verðbréfastofunnar hf. var hagnaður félagsins á síðasta ári 407 milljónir króna eftir skatta sem er besta afkoma í sögu félagsins. Arðsemi eigin fjár var mjög góð eða rúm 69% og eigið fé hækkaði verulega á árinu og er nú 1.250 milljónir króna.

Rekstrartekjur jukust um 115% á milli ára, en þær byggjast fyrst og fremst á þjónustu-og vaxtatekjum. Mikil aukning varð á öllum sviðum starfseminnar og heildareigninr félagsins í árslok námu ríflega 6,3 milljörðum króna.

Í lok síðasta árs fékk Verðbréfastofan hf. fjárfestingarbankaleyfi sem veitir félaginu mikil tækifæri til sóknar og aukinna umsvifa á næstu árum. Í kjölfar þess var samþykkt formlega á aðalfundi sem fram fór 16. febrúar síðastliðinn að breyta nafni félagsins í VBS fjárfestingabanki hf.

Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 50% arð og einnig var samþykkt heimild til hlutafjárhækkunar.