Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sló eigið framleiðslumet á síðasta ári, níunda árið í röð, þegar félagið afhenti 510 flugvélar, samanborið við 498 vélar árið 2009.

Samkvæmt tilkynningu frá Airbus voru vélarnar afhentar til 94 viðskiptavina, þar af 19 nýrra viðskiptavina.

Airbus afhenti 401 vél úr A320 fjölskyldunni, 91 vél af gerðinni A330 og A340 og 18 vélar af gerðinni A380. Þá afhenti Airbus einnig 20 herflutningavélar af gerðinni CN235 og C295, samanborið við 16 vélar árið 2009.

Þá seldi félagið 574 nýjar vélar árið 2010 en sé tekið tillit til forgangkauprétta voru seldar 644 vélar á árinu. Andvirði nýrra véla er um 74 milljarðar Bandaríkjadala, en verði allir samningar nýttir nemur andvirðið 84 milljörðum dala.

Starfsmönnum Airbus fjölgaði um 2.200 á þessu ári sem þýðir að heildar starfsmannafjöldi félagsins er nú um 52.500 manns. Þá gerir Airbus fyrir að ráða um 3 þúsund manns á þessu ári.