BHP, stærsta námuvinnslufyrirtæki heims að markaðsvirði, skilaði methagnaði á síðasta rekstrarári og er afkoman rakin til hækkandi heimsmarkaðsverðs á afurðum félagsins og aukinnar framleiðslugetu.

Rekstrarárið endaði 30. júní og jókst hagnaður BHP um 14,7% milli ára og nam 15,39 milljörðum Bandaríkjadala.

Forráðamenn BHP búast við því að eitthvað kunni að draga úr eftirspurn eftir hrávörum vegna minni hagvaxtar í hagkerfum heims en segja horfurnar bjartar til lengri tíma litið.