Metsala var á Crocs skóm árið 2021, en salan jókst um 67% milli ára, en áður hafði greiningarfyrirtækið Refinitiv spáð fyrir um 62-65% söluaukningu milli ára. Þetta kemur fram í frétt hjá CNBC .

Á fjórða ársfjórðungi ársins 2021 jókst sala á skónum um 42%, en greiningaraðilar höfðu áður spáð fyrir um 36,6% aukningu. Andrew Rees, forstjóri Crocs sagði í tilkynningu að 2021 hefði verið stórkostlegt ár fyrir Crocs vörumerkið. Fyrirtækið tilkynnti í desember að það ætli að kaupa skófyrirtækið Hey Dude á 2,5 milljarða dali eða um 320 milljarða króna, en talið er að kaupin gangi í gegn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Sjá einnig: Crocs skór aldrei verið vinsæ lli

Vinsældir skónna hafa aukist að undanförnu, en margir hafa leitað til skónna vegna aukinnar heimaveru í faraldrinum, enda þægilegir að margra mati og hentugir fyrir heimaveruna. Jafnframt hefur fyrirtækið hafið samstörf við margar af stærstu poppstjörnum heims. Auk þess vakti kynningarstarf fyrirtækisins á vinsæla samfélagsmiðlinum TikTok mikla athygli.