Árið 2016 var metár hjá Eimskip. Félagið hagnaðist um 22 milljónir evra.

Hagnaður Eimskips hækkaði um 23% milli ára og nam alls 21,9 milljónum evra árið 2016.

Rekstrartekjur námu 513,9 milljónum evra og hækkuðu um 14,3 milljónir milli ára. Tekjur hækkuðu um 16,3 milljónir evra eða 3,3% þegar tillit er tekið til 2,0 milljóna evra söluhagnaður vegna skips sem innifalinn var í tekjum 2015

EBITDA nam þá 53,5 milljónum evra og hækkaði um 8,3 milljónir eða 18,3% milli ára.

Fjárhagslega telst félagið í mjög góðu standi, enda nemur eiginfjárhlutfallið alls 62,2%. Þá nema nettóskuldirnar alls 41,6 milljónum evra í árslok.

Stjórn félagsins stefnir að því að greiða 6,80 króna arðgreiðslu á hlut, sem nemur alls 11,0 milljónum evra.

Afkomuspá ársins gerir ráð fyrir EBITDA upp á 57 til 63 milljónir evra árið 2017.