Hagnaður verðbréfafyrirtækisins Íslenskra fjárfesta jókst úr 130 milljónum í 202 milljónir króna á milli ára eða um 55% og hefur aldrei verið hærri. Þá var 23% tekjuvöxtur hjá félaginu, úr 463 milljónum í 571 milljón.

Laun og launatengd gjöld námu 152 milljónum en stöðugildi voru 6,5 í árslok. Félagið greiddi 139,5 milljónir í arð miðað við 50 milljónir árið áður en félagið er í eigu sex starfsmanna þess. Lagt er til að 150 milljónir króna verða greiddi í arð á þessu ári vegna afkomu ársins 2020.