Hagnaður raftækjaframleiðandans Samsung náði methæðum árið 2021 og á nýliðnum fjórða ársfjórðungi. Hreinn hagnaður fyrirtækisins jókst um 50% milli ára og nam 33 milljörðum Bandaríkjadala á árinu, þar af 9 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi. Þetta kemur í frétt hjá Wall Street Journal.

Tekjur Samsung námu 232 milljörðum dala á árinu, þar af 64 milljörðum dala á fjórða ársfjórðungi. Samsung hefur aldrei hagnast jafn mikið og á árinu 2021, en hagnaður fyrirtækisins jókst um 24% milli ára. Fyrirtækið hefur jafnframt aldrei hagnast jafn mikið á einum ársfjórðungi og á fjórða ársfjórðungi 2021, en hagnaðurinn jókst um 64% milli ársfjórðunga 2020 og 2021.

Samsung tók fram úr Intel Corp. á árinu sem stærsti örgjörvaframleiðandi heims. Mikill skortur hefur verið á örgjörvum á árinu, sem hefur gefið framleiðendum svigrúm til að hækka verð og hagnast meira á örgjörvunum. Tekjur félagsins af hálfleiðurum jukust um 30% milli ára og námu 78 milljörðum Bandaríkjadala.