Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu ríflega 3,5 mö.kr. í september samanborið við um 5 ma.kr. í september í fyrra. Það sem af er ári nema kaupin 49 mö.kr. sem er meira en allt árið í fyrra, sem var metár hvað þetta varðar. Áhugavert verður að sjá tölur um erlend verðbréfakaup í október þar sem fjárfestar hafa verið að innleysa hagnað á innlendum hlutabréfamarkaði. Líklegt er að samhliða hafi orðið einhver tilflutningur fjármagns af innlendum hlutabréfamarkaði yfir á erlenda markaði.

Fátt bendir til annars en að þunginn í erlendum verðbréfakaupum verði áfram mikill á næstu mánuðum og setur það að öðru óbreyttu þrýsting til lækkunar á gengi krónunnar segir í Morgunkorni Íslandsbanka.