Fall Bandaríkjadalsins á síðasta ári varð til þess að aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt menningarsetrið New York.

Óstaðfestar tölur benda til að um 46 milljónir ferðamanna hafi heimsótt „stóra eplið“ í fyrra, en það er 5% aukning á milli ára. Ferðamenn sem koma til Bandaríkjanna voru 8,5 milljónir og jókst fjöldi þeirra um 17% milli ára. Talið er að ferðamenn í New York hafi eytt þar sem samsvarar 1.830 milljörðum króna.

Þetta kom fram í helgarblaði Viðskiptablaðsins.