Áætlað er að tekjur Actavis-samstæðunnar á þessu ári muni fara yfir 10 milljarða dala, jafnvirði 1.160 milljarða íslenskra króna. Búist er við að hagnaður á hlut verði um 12,6-13,1 dalir á hlut eða sem svarar til 3,15-3,25 milljarða dala hagnaðar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir.

Fram kemur i tilkynningu frá Actavis í kjölfar fjárfestafundar félagsins í New York í Bandaríkjunum, að síðasta ár hafi verið besta rekstrarárið í sögu Actavis. Þá marki það tímamót enda fyrsta rekstrarár sameinað félags Actavis og Watson Pharmaceuticals. Sameinað félag er eitt af 10 stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi og rekur það yfir 30 verksmiðjur um allan heim.