Útflutningur á eldislaxi og eldissilungi nam samtals 19,9 milljörðum norskra króna á árinu 2008 og hefur aldrei verið meiri. Þetta jafngildir 300 milljörðum íslenskra króna á meðalgengi síðasta árs.

Til samanburðar má nefna að verðmæti útfluttra sjávaraafurða frá Íslandi janúar til nóvember 2008 nam 150 milljörðum króna.

Norskur eldislax var fluttur út fyrir 18 milljarða NOK og eldissilungur fyrir 1,9 milljarða NOK. Alls fór útflutningurinn til 98 landa en stærstu kaupendur eru Frakkar og þar á eftir Pólverjar og Danir.