Útblástur gróðurhúsalofttegunda í heiminum jókst um 5,9% milli áranna 2010 og 2009. Aukningin milli ára er sú mesta frá árinu 2003. Þá nam hún um 6%, að því er Bloomberg greinir frá í dag.

Vísindamenn ræða nú málin á ráðstefnu í Durban í Suður-Afríku. Í dag voru kynntar niðurstöður skýrslu, þar sem talið er að jafngildi 9,14 milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundum hafi verið blásið út á síðasta ári. Aukningin frá fyrra ári er 510 milljónir tonna.