Danskt netfyrirtækið Balslev Media hefur keypt lénið casino.de fyrir metfé, eða um 400 þúsund evrur, sem jafngildir rúmum 47 milljónum króna. Um er að ræða þýskt lén og segir eigandi fyrirtækisins, Jan Balslev, að um afar verðmætt lén sé að ræða sem hann telji kaupverðsins virði.

„Netnotendur munu komast á netsíðu okkar jafnvel þó svo að þeir þekki hvorki haus né sporð af okkur, því að margir munu einfaldlega slá slóðina beint inn ef þeir eru áhugasamir um fjárhættuspil,” hefur fréttavefur Politiken eftir Balslev. Hið háa verð þykir einnig endurspegla hinn gríðarlega áhuga sem er á póker og fjárhættuspilum á netinu, sem hefur einnig náð fótfestu í hinum þýskumælandi heimi.