Í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bandaríkjastjórn kynnti í gær munu útgjöld ríkisins í fyrsta skipti nema meira en 3 billjónum Bandaríkjadala.

Útgjöld bandaríska alríkisins á næsta fjárlagaári, sem hefst næstkomandi október, verða samtals 3,1 billjónir dala.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sérstakar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sé til þess að örva efnahagslífið, eigi eftir að kosta 145 milljarða dala.