Arirang hátíðin í Norður-Kóreu hefur alltaf vakið forvitni umheimsins þrátt fyrir að vera haldin í einu lokaðasta ríki heims. Og í ár slær hátíðin í gegn sem aldrei fyrr því metfjöldi ferðamanna mun sækja hátíðina heim.

Hátíðin, sem hófst í gær, stendur til 9. september og býður upp á sýningar fjórum sinnum í viku. Sýningarnar þykja ótrúlegar en hvorki meira né minna en 120 þúsund manns dansa og syngja saman í 90 mínútur í hverri sýningu. Skemmtanir eins og Arirang skemmtunin eru algengar í Norður-Kóreu.

Troy Collins hjá Young Pioneer Tours, ein af fáum ferðaskrifstofum sem skipuleggur ferðir til landsins, segir að ferðamönnum til Norður-Kóreu fari fjölgandi ár hvert og líkir áhuganum við snjóboltaáhrif, þegar spyrst út að tiltölulega auðvelt sé að fara til landsins þá hafi enn fleiri sambandi og vilji fara líka.

Um 30% aukning hefur orðið hjá ferðaskrifstofunni Uri Tours sem sérhæfir sig í ferðum til Norður-Kóreu. Um 1000 ferðamenn frá Vesturlöndum fóru á hátíðina í fyrra en búist er við 1200 til 1500 ferðamönnum á hátíðina í ár. Sjá nánar á CNN.