Á síðastliðni hálfu ári lögðu 28 milljónir ferðamanna leið sína til Spánar sem er metfjöldi. Flestir þeirra voru Bretar eða Þjóðverjar. Um er að ræða 7,3% aukningu í ferðamönnum miðað við sama tímabil árið 2013.

Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur þáttur í spænska hagkerfinu en þar, eins og kunnugt er, hefur verið hátt atvinnuleysi síðan árið 2008 sem nú nemur 26%. Ferðamannaiðnaðurinn nam tæpum 11 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2012 og tæp 12 prósent starfa voru í iðnaðinum.

Talið er að rekja má aukningu ferðamanna á Spáni til óstöðugs ástands í öðrum vinsælum ferðamannalöndum eins og Egyptalandi og Tyrklandi. Spánn er ný þriðja vinsælasta land í heimi til að heimsækja á eftir Bandaríkjunum og Frakklandi. Vinsælustu áfangastaðir Spánar eru Kanarí eyjar og Katalóníu- og Andalúsíuhéröðin.