Metfjöldi flugvéla flaug um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í júlí þegar 20.625 vélar fóru um svæðið. Er þetta einnig í fyrsta skipti sem að 20.000 vélar fara um svæðið í einum mánuði samkvæmt frétt á vef Isavia .

Samkvæmt fréttinni má búast við að um fimm milljónir farþega hafi ferðast með þessum flugvélum. Rúmlega þriðjungur umferðar um íslenska svæðið er til og frá Íslandi en önnur umferð er yfirflug milli Evrópu og Ameríku annars vegar og og Ameríku og Asíu hins vegar.