Hófsamir og umbótasinnar unnu mikinn kosningarsigur í höfuðborg Íran sem haldnar voru á föstudaginn, en niðurstöður kosninganna eru nú að verða ljós. Þeir unnu öll þingsætin í höfuðborginni og virðast sigra í fjölda kjördæma utan höfuðborgarinnar.

Óstaðfest úrslit virðasta einnig benda til þess að metfjöldi kvenna nái þingsæti. Alls sitja 290 þingmenn á löggjafarþinginu, en svo virðist sem allt að 20 konur muni nú taka sæti á þinginu. Í dag sitja níu konur á þingi í Íran. Þar af voru átta konur sem náðu sæti voru á lista fyrir stjórnmálaflokkinn Vonarlistann í höfuðborginni.