Á árinu 2011 voru alls 67 mál til meðferðar hjá Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara. Frá því að núgildandi lög um embættið tóku gildi hefur fjöldi mála hjá embættinu verið breytilegur eftir árum en aðeins á árinu 1997 var fleiri málum vísað til sáttasemjara en nú.

Í ársskýrslu fyrir árið 2011 fjallar ríkissáttasemjari um kjarasamninga ársins en þar kemur meðal annars fram að mikill fjöldi kjarasamninga sé gerður á íslenskum vinnumarkaði sem þó telji ekki til fleiri en 180 þúsund manns. Því séu margir samningar sem nái í raun til mjög fárra einstaklinga.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er gert ítarlega grein fyrir vinnu ríkissáttasemjara á síðasta ári og fjallað um ýmis atriði sem hann telur mikilvægt að bæta. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.