2.614 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin, 6% fleiri en fyrir ári síðan. Annað árið í röð var sett met bæði í aðsókn og útskrifuðum einstaklingum hjá VIRK.

2.062 einstaklingar komu nýir inn í þjónustu hjá VIRK á árinu 2019 og hafa ekki áður svo margir hafið starfsendurhæfingu á einu ári. Um 5% aukningu á milli ára er að ræða sem er hlutfallslega minni aukning milli ára en undanfarin tvö ár. 1.420 einstaklingar útskrifuðust frá VIRK árið 2019 sem er einnig met.

Um áramótin höfðu 17.188 hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK frá því að fyrsti einstaklingurinn hóf starfsendurhæfingu á vegum starfsendurhæfingarsjóðsins haustið 2009.

10.122 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og tæplega 80% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.