Ef litið er til fjölda viðskipta eru þrír viðskiptadagar í yfirstandandi ágústmánuði mestu viðskiptadagarnir í Nordic Exchange segir í frétt félagsins. Þá gera heildarviðskipti þann 17. ágúst daginn að þriðja veltumesta degi frá upphafi.

Í kjölfarið á góðum júlímánuði hjá Nordic Exchange hafa ný met verið sett í fjölda viðskipta í ágúst. Viðskipti voru sérstaklega mörg dagana 9., 10. og 17. ágúst. Þá var heildarvelta viðskipta þann 17. ágúst sú þriðja mesta á einum degi frá upphafi.

,,Það er ekki aðeins flöktið heldur einnig sjálfvirku verðbréfaviðskiptin sem hafa stuðlað að hinum mikla fjölda viðskipta í Nordic Exchange?, segir Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exhange í tilkynningunni. . ,,Almennir fjárfestar hafa einnig aukið viðskipti sín við þessar aðstæður á markaði.?

Það sem af er ágúst 2007 hafa meðalviðskipti á hverjum viðskiptadegi aukist um 144% samanborið við ágústmánuð 2006.

Viðskipti þann 17. ágúst hjá Nordic Exchange í Stokkhólmi voru þau mestu í sögunni hvað varðar fjölda einstakra viðskipta en þau voru samtals 183.139.