Fjárfestingarfélag Warren Buffet, Berkshire Hathaway hagnaðist um 9,43 milljarða Bandaríkjadala, um 1.222 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi, en það hefur aldrei skilað jafn miklum hagnaði á einum fjórðungi. Financial Times greinir frá.

Hagnaður félagsins næstum tvöfaldast milli ára, en hagnaðu á 3. ársfjórðungi 2014 var 4,62 milljaðrar dala. Hagnaðaraukningin er að miklu leyti komin til vegna einskiptihagnaðar vegna samruna mætvælaframleiðslufyrirtækjanna Kraft og Heinz.

Rekstrarhagnaður var 4,55 milljaðar dala, en það var lítillega yfir áætlun sem gerði ráð fyrir 4,47 milljarða dala rekstrarhagnaði.