*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 27. apríl 2019 23:20

Methagnaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga nam fimm milljörðum króna í fyrra og meira en tvöfaldast á milli ára.

Ritstjórn
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Ragnar Axelsson

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga nam fimm milljörðum króna í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag og Mbl.is greinir frá. Hagnaðurinn árið 2017 nam 2,3 milljörðum króna en 1,3 milljörðum króna árið 2016 líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir ári.

Hagnaður vegna sölu FISK Seafood á 50% hlut í Olís til Haga og sala á hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Solo Seafood er sögð skýra aukinn hagnað. Félagið fjárfesti fyrir 11 milljarða á árinu miðað við 14 milljarða króna árið 2017. Stærsta fjárfestingin var vegna kaupa á nærri þriðjungshlut í Vinnslustöð Vestmannaeyja af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, áður Brimi, á 9,4 milljarða króna.

Eigið fé nam 35 milljörðum, eignir 62 milljörðum og skuldir 27 milljörðum króna um síðustu áramót. Til samanburðar námu eigið fé 30 milljörðum króna í lok árs 2017, skuldir 19 milljarðar og eignir 49 milljarðar króna.