Lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í dag methagnað í rekstri félagsins. Hagnaður fyrir síðasta ár nam 569 milljónum evra sem er 13% aukning frá síðasta ári. Það jafngildir um 89 milljörðum króna. Tekjur jukust um 13% en farþegar um 5% og ferðuðust 79,3 milljónir farþega með félaginu.

Það eru greinilega góðir tímar hjá Ryanair því félagið tók á móti 15 nýjum vélum á árinu og pantaði 175 vélar til viðbótar sem verða afhentar á árunum 2014-2018. Þess má geta að eftir að hagnaðurinn var tilkynntur þá hækkuðu bréf Ryanair um 6%.